Skip to content
Total Economic Impact™ rannsókn á Signicat finnur 303% arðsemi og 75% lækkun kostnaðar

Press release -

Total Economic Impact™ rannsókn á Signicat finnur 303% arðsemi og 75% lækkun kostnaðar

SIGNICAT, 16. október, 2023Signicat, evrópskur leiðtogi í rafrænum auðkenningum, gaf í dag út rannsókn á vegum Forrester Consulting um heildar efnahagsáhrif Signicat. Rannsóknin skoðar mikilvægan ávinning af lausnum Signicat fyrir fyrirtæki, sem nær yfir bæði megindlegar og eigindlegar breytur.

Rannsóknin notaðist fyrst við eigindlegar aðferðir þar sem viðskiptavinir voru fengnir í viðtöl og seinna var fjárhagsgreining framkvæmd af hálfu Forrester Consulting. Niðurstaðan sýndi að fjármálaþjónustufyrirtæki með tekjur hærri en 16 milljarði evra upplifðu ávinning á arðsemi upp á 303% og lækkuðu kostnað og tap vegna svikastarfsemi um 75%.

Breytir leiknum fyrir eftirlitsskyldaiðnaði

Í stafrænu landslagi standa fjármálastofnanir frammi fyrir margþættum áskorunum. Þær þurfa að viðhalda vexti, berjast gegn svikum auk þess að veita framúrskarandi upplifun fyrir viðskiptavini. Þetta er það sem Signicat skilar til viðskiptavina sinna. Ásamt því að aðstoða fyrirtæki við stafræn umskipti, þá styrkir Signicat stöðu þeirra gegn óvissu netheimsins með því að skapa traust milli aðila.

Við störfum á mörgum mörkuðum og auðkenningar landslagið er mjög flókið vegna mismunandi staðbundinna regluverka. Á sama tíma eru reglur um AML og afleiðingar vanefnda alvarlegar. Það væri erfitt fyrir okkur að tryggja að við hefðum trausta uppsetningu og grunn ef við reyndum samþættingu á hverjum einasta markaði sjálf. Þjónustuaðili eins og Signicat, sem hefur þessa þjónustu tiltæka í gegnum eitt afgreiðsluborð, er gríðarlega mikils virði fyrir okkur,“ segir framkvæmdastjóri greiðslusviðs hjá tækni- og afhendingarfyrirtæki við Forrester Consulting.

Megindlegur ávinningur: Helstu niðurstöður

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna verulegan efnahagslegan ávinning fyrir Signicat viðskiptavini sem nam 303% arðsemi:

  • 75% minni kostnaður vegna lækkunar á svikatíðni.
  • 19% aukning viðskiptavina.
  • Sparnaður vegna stafrænnar vegferðar undirskrifta auk þess að spara meira en 1,1 milljón blaðsíður á hverju ári.
  • Innan við 6 mánaða endurgreiðsla.
  • Að auki fann einn Signicat viðskiptavinur, mannauðsráðgjafarfyrirtæki, framfarir í rekstrarhagkvæmni frá sjálfvirku auðkenningarferli sem leiðir til 40.000 klukkustunda sparnaðar í auðkenningarferlum fyrir ráðgjafa á ári.

Svikavarnir og viðskiptavinamiðuð áhersla

Ein helsta niðurstaðan er að Signicat gerði fyrirtækjum kleift að ná 75% sparnaði vegna lækkunar á svikatíðni. Í stafrænu landslagi nútímans krefjast viðskiptavinir öryggis og þæginda. Nálgun Signicat verndar ekki aðeins gegn svikum, heldur tryggir einnig framúrskarandi og notendavæna upplifun. Þessi viðskiptavinamiðaða áhersla auðveldar ekki aðeins inngöngu og auðkenningu fyrir lögmæta viðskiptavini heldur dregur einnig úr svikum, sem gerir erfiðara að rýra kerfi.

Við erum mjög stolt af velgengni Signicat í að draga úr svikum og auka ánægju viðskiptavina,“ segir Asger Hattel, forstjóri Signicat. „Evrópskt fótspor okkar gerir viðskiptavinum okkar kleift að stækka í hvaða landi sem er þökk sé tækni okkar. Kostur okkar liggur í alhliða lausn fyrir allar stafrænar auðkennislausnir frá einum og samhæfðum veitanda. Leiðandi fyrirtæki um alla Evrópu og víðar treysta okkur fyrir stafrænum vegferðum viðskiptavina sinna og við vinnum hörðum höndum á hverjum degi til að gera þau hraðvirkari, öruggari, notendavænni og að sjálfsögðu laus við svik,“ bætti hann við.

Sveigjanleiki og alþjóðlegt umfang

Total Economic Impact™ rannsóknin sýnir að sveigjanleiki Signicat gerir fyrirtækjum kleift að sækja á nýja markaði á einfaldari hátt, þökk sé alþjóðlegu umfangi og sérfræðiþekkingu Signicat í auðkenningaraðferðum.

Það er mikilvægt fyrir okkur að fara inn á nýja markaði - og Signicat gerir okkur kleift að fara hraðar á nýja markaði þar sem við þurfum ekki að hugsa sífellt um hvaða reglum og lögum við þurfum að fylgja,“ segir vöruþróunarstjóri neytendalánafyrirtækis, sem rætt var við, þegar talað er um fylgni við reglur og áskoranir um sannprófun á auðkenni viðskiptavina.

Eigindlegir kostir

Rannsóknin sýnir einnig nokkra eigindlega kosti við að innleiða Signicat lausnir:

  • Aukið samræmi gegn peningaþvætti (AML) milli landa.
  • Bætt upplifun viðskiptavina.
  • Hraðari innleiðing viðskiptavina leiðir til styttri tíma til að ná verðmætum.
  • Aðgangur að nýjum mörkuðum í gegnum sannprófunarvettvang á einum stað.
  • Minni umhverfisáhrif með stafrænni væðingu.

The Total Economic Impact™ Of Signicat er nú hægt að hlaða niður.


Um Signicat

Signicat er evrópskur leiðtogi í rafrænum auðkennislausnum með afrekaskrá sem nær til þróuðustu markaði heims fyrir stafræn auðkenni. Fyrirtækið var stofnað árið 2006, með það að markmiði að gera netheiminn öruggan fyrir fólk að treysta hvoru öðru. Stafrænn auðkennisvettvangur fyrirtækisins er sá umfangsmesti í heimi, þar sem allt er aðgengilegt í gegnum einn aðila. Vettvangurinn styður öll skref þjónustuupplifunar, allt frá nýskráningu og innskráningu til samþykkis, til að gera viðskiptasamninga sem standast í tímans rás. Signicat var stofnað árið 2006 og keypt af Nordic Capital árið 2019. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Þrándheimi í Noregi og hjá fyrirtækinu starfa fleiri en 450 sérfræðingar í auðkennisþjónustu í 17 skrifstofum um alla Evrópu.

Fyrir frekari upplýsingar um Signicat getur þú skoðað heimasíðu fyrirtækisins á www.signicat.com

Contacts

Alba Zaragoza

Alba Zaragoza

Press contact Communications Manager +34648839894

Welcome to Signicat!

Signicat er en nyskapende, paneuropeisk bedrift innen digital identitet med en unik merittliste i verdens mest avanserte markeder for digital identitet. Bedriften ble grunnlagt i 2006 og har som mål å bygge teknologi som skaper tillit mellom mennesker i en digital verden. Signicat sin digital-identitet-plattform implementerer verdens mest omfattende samling av systemer for identitetsverifisering og -autentisering med enkel tilgang gjennom ett enkelt integreringspunkt. Plattformen støtter og dirigerer sømløst gjennom hele identitetsprosessen, fra gjenkjenning til registrering, via innlogging og innhenting av samtykke og til juridisk bindende avtaler mellom bedrifter – og alt har motstått tidens tann. I 2019 ble Signicat oppkjøpt av Nordic Capital, et ledende europeisk private equity-selskap. I dag består Signicat av over 450 engasjerte fagfolk fordelt over 17 europeiske kontorer.

For mer informasjon om Signicat kan du besøke www.signicat.com

Signicat

Beddingen
7010 Trondheim
Norge

Visit our other newsrooms