Skip to content
TheFactory og Signicat endurnýja samstarf sitt til að styðja við norska nýsköpun

Press release -

TheFactory og Signicat endurnýja samstarf sitt til að styðja við norska nýsköpun

SIGNICAT, 25. október, 2023Signicat, evrópskur leiðtogi í rafrænum auðkennislausnum og TheFactory, stærsti hraðallinn í norska fjártækniklasanum, Proptech of ImpactTech eru stolt að kynna endurnýjun á stefnumótandi samstarfi sínu.

Frá stofnun þess árið 2016 hefur TheFactory gegnt lykilhlutverki í að flýta fyrir vexti 300 sprotafyrirtækja og fjárfest í meira en 50 fjölbreyttum fyrirtækjum með örum vexti. Fyrir þessa vinnu hefur TheFactory hlotið viðurkenningu sem besti hraðallinn á Norðurlöndunum af Global Startup Awards.

„Við erum himinlifandi með að endurnýja og auka samstarf okkar við Signicat. Tækni þeirra, teymi og reynsla mun reynast okkur dýrmæt, er við hjálpum frumkvöðlum að þróa og stækka lausnir framtíðarinnar“ segir Hans Christian Bjørne, meðeigandi TheFactory.

Frá því að samstarfið hófst árið 2021 hefur Signicat tekið þátt í leiðbeinandaverkefni með TheFactory með góðum árangri. Þar má nefna verkefni eins og „Nordic Fintech Fast Tracks accelerator program“ sem var sérstaklega hannað til að hjálpa norskum fjártæknifyrirtækjum að undirbúa sig fyrir útrás.

Við erum ánægð að halda samstarfi okkar með TheFactory gangandi. Við höfum reynslu af því að byggja upp evrópskt fyrirtæki sem verður leiðandi í sínum iðnaði - þannig við skiljum þær áskoranir sem sprotafyrirtæki standa frammi fyrir. Bæði reynsla okkar og vörur geta verið kostur fyrir ný fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref – og við hlökkum til að láta það gerast með TheFactory“ segir Sven Richard Samdal, yfirmaður vaxtar hjá Signicat og skipaður leiðbeinandi TheFactory.

Signicat er leiðandi fyrirtæki í auðkennislausnum í Evrópu. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 450 manns hjá 17 mismunandi skrifstofum sem eru dreifð um alla Evrópu. Signicat best til þess fallið að bjóða nýjum norrænum sprotafyrirtækjum innsýn og leiðsögn sem byggja viðskipti sín á tækni - sérstaklega þeim sem stefna á alþjóðalega útrás.

Til viðbótar við alþjóðlega útrásarviðleitni er Signicat áfram ákveðið að styðja við nýsköpun og þróun framúrskarandi lausna fyrir bæði einka- og opinberageirann. Ein slík nýjung er Signicat Mint, lausn sem krefst engrar kóðunarkunnáttu og er fullkomlega sniðin fyrir sprotafyrirtæki. „Signicat sér fyrir sér tækniríka framtíð, sem getur gagnast sprotafyrirtækjum gríðarlega. Við höfum náð þeim áfanga að tækni okkar þroskuð og nýtur mikillar markaðssóknar. Viðtæk reynsla okkar virkar sem fjársjóðskista uppfull af innblástri fyrir sprotafyrirtæki sem reiða sig á tækni sem hornsteinn þeirra viðskipta“ bætir Samdal við.

Related links


Um Signicat

Signicat er evrópskur leiðtogi í rafrænum auðkennislausnum með afrekaskrá sem nær til þróuðustu markaði heims fyrir stafræn auðkenni. Stafrænn auðkennisvettvangur fyrirtækisins er sá umfangsmesti í heimi, þar sem allt er aðgengilegt í gegnum einn aðila. Vettvangurinn styður öll skref þjónustuupplifunar, allt frá nýskráningu og innskráningu til samþykkis, til að gera viðskiptasamninga sem standast í tímans rás. Signicat var stofnað árið 2006 og keypt af Nordic Capital árið 2019. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Þrándheimi í Noregi.

Fyrir frekari upplýsingar um Signicat getur þú skoðað heimasíðu fyrirtækisins á www.signicat.com

Um TheFactory

Hjá TheFactory hjálpum við metnaðarfullum sprotafyrirtækjum sem hafa það að markmiði að byggja upp framúrskarandi þjónustu og lausnir. Við bjóðum upp á þjónustu, fjárfestingar og handleiðslu fyrir sprotafyrirtæki á frumstigum. TheFactory var stofnað árið 2016 af norskum raðfrumkvöðlum og hefur síðan leiðbeint meira en 300 sprotafyrirtækjum og fjárfest í meira en 50 ört vaxandi fyrirtækjum. TheFactory hefur hlotið verðlaun fyrir störf sín á Norðurlöndunum af Global Startup Awards. Í gegnum störf okkar eru frumkvöðlar tengdir við frábæra eiðbeinendur, markaðssérfræðinga, reynda frumkvöðla, fjárfesta og samstarfsaðila sem flýta fyrir vöxt. Við höfum víðtæka reynslu á sviði fjártækni og erum stöðugt að stækka á örtvaxandi markaði.

Fyrir frekari upplýsingar um Signicat getur þú skoðað heimasíðu fyrirtækisins á www.thefactory.no

Contacts

Alba Zaragoza

Alba Zaragoza

Press contact Communications Manager +34648839894

Welcome to Signicat!

Signicat er en nyskapende, paneuropeisk bedrift innen digital identitet med en unik merittliste i verdens mest avanserte markeder for digital identitet. Bedriften ble grunnlagt i 2006 og har som mål å bygge teknologi som skaper tillit mellom mennesker i en digital verden. Signicat sin digital-identitet-plattform implementerer verdens mest omfattende samling av systemer for identitetsverifisering og -autentisering med enkel tilgang gjennom ett enkelt integreringspunkt. Plattformen støtter og dirigerer sømløst gjennom hele identitetsprosessen, fra gjenkjenning til registrering, via innlogging og innhenting av samtykke og til juridisk bindende avtaler mellom bedrifter – og alt har motstått tidens tann. I 2019 ble Signicat oppkjøpt av Nordic Capital, et ledende europeisk private equity-selskap. I dag består Signicat av over 450 engasjerte fagfolk fordelt over 17 europeiske kontorer.

For mer informasjon om Signicat kan du besøke www.signicat.com

Signicat

Beddingen
7010 Trondheim
Norge

Visit our other newsrooms