Skip to content
Asger Hattel - CEO of Signicat
Asger Hattel - CEO of Signicat

Press release -

Signicat verður fyrsti alþjóðlegi aðilinn til að bjóða upp á SPID

SIGNICAT, 4. september, 2023Signicat, evrópskur leiðtogi í rafrænum auðkennislausnum, hefur náð stórum áfanga með því að samþætta ítalska rafræna auðkenniskerfið, SPID (Sistema Pubblico di Identità Digitale), í rafrænt auðkennissafn sitt. Þar sem Signicat er fyrsti alþjóðlegi aðilinn til að bjóða upp á SPID, gerir Signicat fyrirtækjum og opinberum stjórnvöldum um alla Evrópu kleift að eiga hnökralaus samskipti við SPID notendur og auðkenna viðskiptavini. Nú þegar nota yfir 35 milljónir Ítala SPID og eykst þátttaka þess hratt.

Við erum stolt af því að vera fyrsta, og sem stendur eina, fyrirtækið utan Ítalíu til að bjóða upp á rafrænar auðkenningar í gegnum SPID. Sem evrópskur leiðtogi í rafrænum auðkenningarþjónustum viljum við alltaf vera skrefinu á undan. Við viljum bjóða upp á nýjustu tækniframfarir, með framúrskarandi notendaupplifun og hæsta stig öryggis sem krafist er“ segir Asger Hattel, forstjóri Signicat.

Samþætting SPID, sem er eIDAS vottað, inn í rafrænt auðkennissafn Signicat markar byltingu sem veitir evrópskum fyrirtækjum valmöguleika að bjóða upp á SPID í viðskiptum við Ítali. Ítalskir ríkisborgarar sem eru búsettir í öðrum Evrópulöndum geta notað SPID til að opna bankareikninga, leigja bíla, skrifa undir húsnæðislán og margt fleira - að því gefnu að þjónustuveitendur samþykki það. Þessi þróun brúar bilið milli borgara og fyrirtækja um alla Evrópu og stuðlar að aukinni þátttöku í stafrænu vistkerfi.

Skuldbinding Signicat við rafrænar auðkenningar teygir anga sína mun víðar. Í dag styður fyrirtækið yfir 30 rafræn skilríki, sem einfaldar rafræn samskipti milli fyrirtækja, opinberra stjórnvalda og viðskiptavina þeirra. Þessi nálgun er í takt við stafræna auðkenningarveski Evrópusambandsins (European Digital Wallet), sem er verkefni framkvæmdastjórnar ESB og miðar að því að færa heimsálfuna nær sameinuðu stafrænuvistkerfi. Virk þátttaka Signicat í verkefninu sýnir enn frekar vilja þess að knýja fram nýsköpun og framfarir á þessu sviði.

Þar sem stafrænt landslag heldur áfram að þróast heldur Signicat stöðu sinni sem leiðtogi í rafrænum auðkenningum um alla Evrópu. Með því að samþætta SPID í safn sitt gerir Signicat viðskiptavinum sínum kleift að sannreyna rafræn auðkenni auðveldlega - ásamt því að knýja fyrirtæki og opinberar stofnanir áfram í átt að framtíð með aukinni skilvirkni og bættri notendaupplifun.

Related links


Um Signicat

Signicat er evrópskur leiðtogi í rafrænum auðkennislausnum með afrekaskrá sem nær til þróuðustu markaði heims fyrir stafræn auðkenni. Stafrænn auðkennisvettvangur fyrirtækisins er sá umfangsmesti í heimi, þar sem allt er aðgengilegt í gegnum einn aðila. Vettvangurinn styður öll skref þjónustuupplifunar, allt frá nýskráningu og innskráningu til samþykkis, til að gera viðskiptasamninga sem standast í tímans rás. Signicat var stofnað árið 2006 og keypt af Nordic Capital árið 2019. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Þrándheimi í Noregi.

Fyrir frekari upplýsingar um Signicat getur þú skoðað heimasíðu fyrirtækisins á www.signicat.com

Contacts

Alba Zaragoza

Alba Zaragoza

Press contact Communications Manager +34648839894

Welcome to Signicat!

Signicat er en nyskapende, paneuropeisk bedrift innen digital identitet med en unik merittliste i verdens mest avanserte markeder for digital identitet. Bedriften ble grunnlagt i 2006 og har som mål å bygge teknologi som skaper tillit mellom mennesker i en digital verden. Signicat sin digital-identitet-plattform implementerer verdens mest omfattende samling av systemer for identitetsverifisering og -autentisering med enkel tilgang gjennom ett enkelt integreringspunkt. Plattformen støtter og dirigerer sømløst gjennom hele identitetsprosessen, fra gjenkjenning til registrering, via innlogging og innhenting av samtykke og til juridisk bindende avtaler mellom bedrifter – og alt har motstått tidens tann. I 2019 ble Signicat oppkjøpt av Nordic Capital, et ledende europeisk private equity-selskap. I dag består Signicat av over 450 engasjerte fagfolk fordelt over 17 europeiske kontorer.

For mer informasjon om Signicat kan du besøke www.signicat.com

Signicat

Beddingen
7010 Trondheim
Norge

Visit our other newsrooms